Heimsókn meistaranema í atferlisgreiningu

Í júní síðast liðnum var hópur meistaranema í atferlisgreiningu ásamt tveimur kennurum frá Regis College í Boston í heimsókn hér á landi. Tilgangur heimsóknarinnar var að vinna með stuðningsaðilum leikskólabarna sem fá snemmtæka heildstæða atferlisíhlutun. Einnig kynnti hópurinn sér starf smábarnateymis hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Nemarnir unnu með börnum í leikskólunum Ösp og Sunnuási í Reykjavík. Hópurinn frá Regis College var afar ánægður með dvölina og móttökurnar hér á landi, bæði á Greiningarstöð og í leikskólunum. Heimsóknin var tilraunaverkefni sem var unnið í samstarfi Atla F. Magnússonar á Greiningarstöð, Sigrúnar Kristjánsdóttur og Bergljótar Bjargar Guðmundsdóttur frá Reykjavíkurborg, Dr. Jacquelyn MacDonald og Dr. Lauren Beaulieu frá Regis College. Þar sem gagnkvæm ánægja var af þessu verkefni og allir nutu góðs af er ráðgert að endurtaka það næsta sumar.