Haustdagskrá ADHD samtakanna liggur fyrir

Haustdagskrá  ADHD samtakanna liggur nú fyrir og sem fyrr eru fjölbreytt fræðsla í boði fyrir  aðstandendur barna með ADHD. Svo sem námskeið fyrir 9-12 ára stráka annarsvegar og stelpur hinsvegar, auk tveggja fjarnámskeiða fyrir starfsfólk skóla, frístundaheimila og íþróttafélaga sem vinna með börnum með ADHD. Nánar má fræðast um námskeiðin hér.

Í haust stefna samtökin á útgáfu tveggja fræðslubæklinga á ensku og pólsku og fræðslunámskeiðs um ADHD á ensku, sérstaklega ætlað aðstandendum og fullorðnum með ADHD. Sjá nánar hér.