Grunnnámskeið um röskun á einhverfurófi á vorönn

Opnað hefur verið fyrir skráningu á tvö grunnnámskeið um röskun á einhverfurófi á vorönn 2019. Fyrra námskeiðið er 5. febrúar og hið síðara 29. mars.

Námskeiðið er ætlað aðstandendum og starfsfólki sem sinna umönnun, þjálfun og kennslu barna á einhverfurófi.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:

  • auki þekkingu sína á einhverfurófinu
  • þekki hvað felst í greiningu á einhverfu
  • auki skilning sinn á þörfum þessa hóps barna og fjölskyldna þeirra og hvað felst í góðri þjónustu
  • þekki mikilvægi samstarfs fagfólks og foreldra

Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðunni okkar.