Gráu svæðin bitna á velferð barna og ungmenna

Skýrsla um gráu svæðin í velferðarþjónustunni
Skýrsla um gráu svæðin í velferðarþjónustunni

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út skýrsluna: Gráu svæðin í velferðarþjónustunni. Skýrslan er unnin af lögfræði- og velferðarsviði sambandsins og er liður í stefnumörkun um að fækka gráum svæðum. Velferðarþjónustan er rædd út frá víðtækum skilningi og varðar meðal annars félagslega þjónustu, heilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu, málefni aldraðra og málefni fatlaðs fólks. Í umræðunni hafa komið upp tvenns konar sjónarmið, þ.e. út frá þeim þjónustukerfum sem í hlut eiga og út frá sjónarhorni notandans. Í skýrslunni er fjallað um ýmsa notendahópa þar á meðal börn og ungmenni. Tekin eru saman nokkur atriði þar sem reynslan hefur sýnt að skili árangri hvað varðar umbætur í samspili milli þjónustukerfa. Þetta eru skýrari ábyrgarskipting m.a. með yfirfærslu málaflokka, að horft sé á fjármál hins opinbera sem eina heild, gerð lagaramma um teymisvinnu og samstarf og samningsstjórnun. Skýrsluna í heild sinni má finna hér.