Gjöf til Greiningarstöðvar

Á meðfylgjandi mynd eru María móðir Hugins, Hákon og Iðunn systkini hans, Hjalti og Guðrún móðurafi og amma og Ingólfur barnalæknir á Greiningarstöð.Mánudaginn 7. desember sl. komu góðir gestir færandi hendi. Fjölskylda Hugins Kolka Gíslasonar afhenti Greiningarstöðinni til eignar, Tobii augnstýribúnað, tjáskiptaforritið communicator og fartölvu. Jón og Eyþór, starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar, sem flytur inn búnaðinn, voru viðstaddir og sýndu notkunarmöguleika tækjanna.

Huginn Kolka fæddist í mars 2013 en lést, langt fyrir aldur fram í apríl á þessu ári, aðeins tveggja ára að aldri eftir langvinn veikindi. Fjölskylda Hugins vildi gjarnan styrkja þjónustu fyrir börn með alvarlegar fatlanir.

Augnstýribúnaður mun nýtast breiðum hópi einstaklinga sem hafa skerta tjáninga- og hreyfifærni og geta ekki nýtt hefðbundin stýribúnað. Það er ómetanlegt fyrir starfsfólk Greiningarstöð að hafa slíkan búnað til prófunar og ráðgjafar.

Við þökkum kærlega fyrir okkur.