Fyrstu skrefin á níu tungumálum

Fyrstu skrefin á níu tungumálum
Fyrstu skrefin á níu tungumálum

Innflytjendaráð hefur í samvinnu við Fjölmenningarsetur og velferðarráðuneytið gefið út upplýsingabæklinginn „Fyrstu skrefin“ í nýrri og uppfærðri útgáfu. Í bæklingnum er fjallað um helstu atriði sem fólk þarf að vita við flutning til Íslands. Hann var síðast uppfærður árið 2011.

Bæklingurinn er á 12 mismunandi útgáfum á  níu tungumálum eða á ensku, spænsku, pólsku, lettnesku, litháísku og rússnesku fyrir ríkisborgara frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins og á ensku, spænsku, rússnesku, taílensku, víetnömsku og arabísku fyrir ríkisborgara utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Meðal annars er fjallað um dvalarleyfi, lögheimilisflutninga, sjúkratryggingar, heilbrigðis- og félagsþjónustu og skólana svo eitthvað sé nefnt.

Sjá nánar upprunalega frétt á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga

Vefsíða Fjölmenningarseturs