Fyrirlestur um fötlun og fjölbreytileika í háskólasamfélaginu

Fötlun og fjölbreytileiki í háskólasamfélaginu
Fötlun og fjölbreytileiki í háskólasamfélaginu

Rannsóknarstofa í fötlunarfræðum býður til fyrirlesturs þann 3. október kl. 12:00-13:00. Erindið fjallar um af hverju og með hvaða hætti er mikilvægt að líta á fötlun sem hluta af margbreytileika háskólasamfélagsins.

Rætt verður meðal annars um undirokun og seiglu fatlaðra háskólakennara og nemenda sem berjast fyrir háskóla sem býður alla velkomna.

Fyrirlesari er Dr. Liat Ben-Moshe en hún er lektor í fötlunarfræði við Toledo háskólann í Bandaríkjunum sem hefur stundað rannsóknir og skrifað um ýmis málefni sem tengjast efninu.

Erindið verður flutt á ensku og táknmálstúlkað.

Nánari upplýsingar hér