Fræðadagar heilsugæslunnar 2016

Dagana 3. og 4. nóvember verða fræðadagar heilsugæslunnar haldnir á Grand Hóteli Reykjavík. Yfirskriftin er: Lífstíll - áskoranir heilsugæslu. Fræðadagarnir eru árlegur viðburður og kjörinn vettvangur fyrir fagfólk úr velferðarþjónustu til að auka við þekkingu sína og miðla reynslu. Dagskráin er fjölbreytt og aðalerindið fyrri daginn ber heitið: Obesity worldwide, causes and consequence en það er flutt af Berit L Heitmann sem er prófessor og forstöðumaður hjá „Research Unit for Dietary Studies, The Parker Institute, Frederiksberg and Bispebjerg Hospital, The capital region Denmark“. Hennar sérsvið eru rannsóknir er varða matarræði, áhrifaþætti og afleiðingar offituvanda. Hér má sjá dagskrá fræðadaganna og nánari upplýsingar um skráningu.