Opið fyrir umsóknir i Sumarfrí fjölskyldunnar

Búið er að opna fyrir umsóknir í Sumarfríi fjölskyldunnar í Vík í Mýrdal og á Húsavík. Leikurinn verður því endurtekinn frá síðasta sumri og fjölskyldum fatlaðra barna boðið upp á sumarfrí og samveru. 

Í fyrra tóku átján fjölskyldur fatlaðra barna þátt í sérstökum sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Reykjadals í Vík í Mýrdal og var mikil ánægja meðal þeirra fjölskyldna sem tóku þátt.Verkefnið var styrkt af félagsmálaráðuneytinu sem viðbrögð við félagslegum áhrifum af Covid-19. Atli Lýðsson foreldri fatlaðs barns þróaði og leiddi verkefnið sem er unnið að norrænni fyrirmynd.

Hér má sjá nánari upplýsingar og sækja um.

Hér má sjá viðtal við Atla á Facebook og það er einnig viðtal við eina fjölskyldu sem tók þátt, Signýju Hermannsdóttur, Kristrúnu Sigurjónsdóttur og börn þeirra, Kára 5 ára og Kötlu 2 ára.