Desemberuppbót til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna

Félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót. Óskert desemberuppbót er 61.840 krónur.

Samkvæmt reglugerðinni á foreldri langveiks eða alvarlega fatlaðs barns sem hlotið hefur greiðslur í desember 2020, samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna, rétt á desemberuppbót. Foreldri sem fengið hefur mánaðarlega greiðslu samkvæmt lögunum alla tólf mánuði ársins fær fulla desemberuppbót. Foreldri sem fengið hefur greiðslur skemur en tólf mánuði á árinu 2020 á rétt á hlutfallslegri desemberuppbót í samræmi við þann tíma sem það hefur fengið greiðslur. Desemberuppbótin nemur þó aldrei lægri fjárhæð en 15.460 krónum. 

Tryggingastofnun annast greiðslu desemberuppbótar samkvæmt reglugerðinni og hefur greiðslan verið innt af hendi. Frekari upplýsingar má finna hér.