Dagskrá vorráðstefnu GRR liggur fyrir

Dagskrá Vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar (GRR) liggur nú fyrir en ráðstefnan verður haldin 29. og 30. apríl 2021. Að þessu sinni stendur ráðstefnan í einn og hálfan dag, en henni lýkur á hádegi föstudaginn 30. apríl. Yfirskrift hennar er: Börn með fatlanir - Viðhorf og valdefling. 

Eins og staðan er núna er „uppselt“ í sal á Hilton en nægt pláss í streymi. Hér má skrá sig í streymisþátttöku á ráðstefnunni, sjá neðst á síðunni.  Athugið, að Greiningar og ráðgjafarstöð áskilur sér rétt á að færa ráðstefnuna alfarið í streymi verði verulegar takmarkanir á samkomum þann 29. og 30. apríl nk. 

Á ráðstefnunni verða viðhorf og valdefling fatlaðra barna í brennidepli. Kynnt verður verkefni sem unnið var á vegum Embættis umboðsmanns barna sem kallast Raddir fatlaðra barna. Eiður Welding fötlunarfræðari segir frá sinni reynslu, fulltrúar úr Ungmennaráði Þroskahjálpar kynna sín áherslumál og Atli Lýðsson mun segja frá fjölskyldubúðum sem haldnar voru í Vík í Mýrdal síðastliðið sumar.

Sjá nánar um dagskrána hér.