CP félagið 15 ára

CP félagið á Íslandi
CP félagið á Íslandi

Þann 30. október síðast liðinn fagnaði CP félagið á Íslandi 15 ára afmæli sínu. Þennan dag 2001 söfnuðust á annað hundrað manns saman á Æfingastöðinni að Háaleitisbraut og stofnuðu félagið. Aðstandendur og fleiri sáu þörf fyrir félag sem sérhæfði sig í þekkingu og vinnu með einstaklingum með CP. Þegar hófst vinna við að þétta hópinn og sumarhátíð var haldin 2002. Hátíðin hefur verið haldin árlega síðan og er miðpunktur hópastarfsins. Sumarhátíðin 2017 verður því sú 15. í röðinni og stefnt að því að hún verði sú allra glæsilegasta. Jólaball hefur einnig verið fastur liður á hverju ári. Félagið hóf samstarf við CP félögin á Norðurlöndunum 2010 og hefur það samstarf verið afar farsælt. CP félagið er aðili að Umhyggju og ÖBÍ og hafa félagsmenn notið góðs af því samstarfi. Það tekur meðal annars þátt í kynningu á aðildarfélögunum og er sú vinnsla á lokastigi. CP félagið mun opna nýja heimasíðu innan tíðar, hvatningarverðlaunin verða veitt á ný og fræðslufundur verður auglýstur fljótlega. Hér er tengill á heimasíðu CP félagsins.

Við á Greiningar- og ráðgjafarstöð óskum CP félaginu til hamingju með afmælið!