Covid-19, ráðleggingar varðandi börn og unglinga og almennar upplýsingar

Í ljósi þess að Covid-19 hefur breiðst út á Íslandi vill Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins benda á eftirfarandi:

Frá og með 19. mars eiga allir Íslendingar og aðrir með búsetu á Íslandi sem koma til landsins að fara í 14 daga sóttkví. Ef þú ert í þeim hópi eða ert með einhver inflúensueinkenni, þá vinsamlegast komdu ekki í boðaðan tíma hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Vinsamlegast hringdu í s. 5108400 til að fá nánari upplýsingar um nýjan tíma. 

Embætti Landlæknis uppfærir reglulega upplýsingar um skilgreind svæði með smitáhættu og nálgast má þær upplýsingar hér.

Barnaspítali Hringsins gaf út ráðleggingar varðandi börn og unglinga og nálgast má þær upplýsingar hér.

Hér má finna góð ráð og upplýsingar um Covid-19.

Eins og ítrekað hefur verið frá því að smit greindist á Íslandi, viljum við leggja áherslu á að nota skynsemi við ákvarðanir, láta ekki ótta ná tökum og fara að ráðleggingum sóttvarnarlæknis.