Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik á Akureyri

Í febrúar verður boðið upp á námskeiðið „Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik“ í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Námskeiðið verður 4. og 5. febrúar 2019 frá 09:00 - 16:00 báða dagana.

Námskeiðið er ætlað aðstandendum og starfsfólki sem kemur að skipulagningu og framkvæmd heildstæðrar atferlisíhlutunar fyrir börn með þroskafrávik í leikskólum.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:

  • þekki undirstöðuþætti heildstæðrar atferlisíhlutunar
  • þekki leiðir til að fyrirbyggja og minnka óæskilega hegðun barna með þroskafrávik
  • þekki til þeirrar reynslu af skipulagi og framkvæmd atferlisíhlutunar í leikskólum hér á landi

Allar nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið fer fram á heimasíðu Símenntunar, sjá nánar hér.