Arnarskóli - opinn kynningarfundur

Kynningarfundur um Arnarskóla
Kynningarfundur um Arnarskóla

Þann 13. júní næst komandi kl. 20:00-22:00 verður haldinn kynningarfundur fyrir aðstandendur barna með einhverfu og/eða þroskafrávik sem vilja kynna sér starfsemi Arnarskóla. Fundurinn verður haldinn að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Arnarskóli er heildstæður skóli fyrir nemendur á grunnskólaaldri með þroskafrávik og/eða einhverfu sem þurfa og vilja þjónustu allan ársins hring, heildstæða þjónustu og nám byggt á stöðu nemanda. Með heildstæðum skóla er átt við að þjónustan sé veitt alla virka daga ársins.

Sjá meðfylgjandi auglýsingu.

Viðburð um kynninguna má finna á facebooksíðu Arnarskóla.

Fyrirspurnir má senda á arnarskoli@arnarskoli.is eða hringja í síma 426 5070