Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar

Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar
Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar

Í dag þann 8. september er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar. Yfir 350.000 sjúkraþjálfarar í 112 félögum víða um lönd fagna deginum og vekja athygli á starfi sínu. Árlega gefur heimssamband sjúkraþjálfara (WCPT) út slagorð dagsins og að þessu sinni er það „Add life to years“ eða í íslenskri þýðingu: „Bættu lífi við árin“. Lögð er áhersla á þann þátt sjúkraþjálfunar sem eflir fullorðna einstaklinga til getu og sjálfshjálpar, þeim sjálfum og þjóðfélaginu til framdráttar.

Við á Greiningarstöð óskum sjúkraþjálfurum hjartanlega til hamingju með daginn!

Sjá nánar á vefmiðlum, heimasíðu Félags sjúkraþjálfara og Facebook