Alþjóðlegur dagur CP 5. október

Alþjóðlegur dagur CP
Alþjóðlegur dagur CP

Fyrsti miðvikudagur í október er alþjóðlegur dagur CP (Cerebral palsy). CP er algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. Þá er hreyfiþroskinn afbrigðilegur og seinkaður vegna skaða eða áfalls á stjórnstöðvar hreyfinga í heila. Fötlunin er margbreytileg. Til eru börn með CP sem hreyfa sig og þroskast næstum eðlilega meðan önnur börn með CP þurfa aðstoð við nánast allar athafnir daglegs lífs. Meira en 17 milljónir manna eru með CP og World Cerebral Palsy Day er samstarf fólks með CP, fjölskyldna þeirra og hagsmunasamtaka út um allan heim.

Allar nánari upplýsingar um alþjóðadaginn og um CP má finna hér.