Alþjóðlegi Duchenne dagurinn var 7. september

Síðastliðinn laugardag, 7. september var Alþjóðlegi Duchenne dagurinn en tilgangur hans er að auka skilning og þekkingu á aðstæðum þeirra sem lifa með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóminn.

Það eru bresku Action Duchenne samtökin sem standa að deginum en samtökin vinna ötullega að því að styrkja og stuðla að rannsóknum um Duchenne. Hérlendis starfa Duchenne samtökin á Íslandi en þau  voru stofnuð árið 2012 til að efla þekkingu og safna fé til rannsókna á sjúkdómnum . Upplýsingar um samtökin má sjá á Facebook síðu þeirra.