Alþjóðadagur heilsu er 7. apríl

Alþjóðadagur heilsu tileinkaður þunglyndi
Alþjóðadagur heilsu tileinkaður þunglyndi

Alþjóðadagur heilsu er 7. apríl og í ár hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) beint kastljósinu að þunglyndi „Depression - lets talk.“ Fólk á öllum aldri, óháð stétt og stöðu og um víða veröld getur þurft glíma við þunglyndi einhvern tíma á ævinni. Einkennin  eru hamlandi í daglegu líf og hafa áhrif á virkni og þátttöku fólks í samfélaginu. Þunglyndi er önnur algengasta dánarorsök ungs fólks á aldrinum 15-29 ára á heimsvísu.

Hægt er að fyrirbyggja þunglyndi og veita viðeigandi meðferð með því að auka vitund og þekkingu fólks á þessum vanda. Fræðsla dregur einnig úr fordómum og jaðarsetningu þeirra sem eru með þunglyndi og eykur líkurnar á því að þunglynt fólk sæki sér aðstoð. Huga þarf sérstaklega að börnum og ungmennum með frávik í þroska þar sem sá hópur er í meiri áhættu fyrir kvíða og þunglyndi en börn almennt.

Tölum um þunglyndi - tölum saman!

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu WHO, smellið hér