Alþjóðadagur fatlaðra

Alþjóðadagur fatlaðra var fyrst haldinn fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna árið 1992 í kjölfar alþjóðaárs fatlaðra 1981 og  áratugs fatlaðs fólks 1981 – 1991. Þroskahjálp hefur haldið upp á daginn síðan 1993.  Á árunum 1993 – 1998 voru á þessum degi veittar  viðurkenningar til fyrirtækja sem þóttu hafa staðið sig vel gagnvart fötluðu fólki en frá árinu 1999 hefur Múrbrjóturinn verið afhentur  á þessum degi til aðila sem þykja  hafa sýnt frumkvæði og ýtt undir nýsköpun í þátttöku  fatlaðs fólks  í samfélaginu og þannig sýnt samfélagslega ábyrgð .