Að vera utan eða innan einhverfurófs - hver er munurinn?

Fjölmennt heldur námskeiðið „ Að vera utan eða innan einhverfurófs - hver er munurinn“? Námskeiðið er fyrir fullorðið fólk, 20 ára og eldra sem hefur fengið greiningu á einhverfurófi á unglings- eða fullorðinsárum. Fjallað verður um skynjun og mismunandi upplifun einhverfs fólks og óeinhverfs verður rauði þráðurinn á námskeiðinu.  Skoðað verður hvað er sameiginlegt og hvað er ólíkt. Námskeiðið fer fram í formi fyrirlestra og umræðna og verður á fimmtudögum klukkan 16:00-18:00. Það hefst 13. október og lýkur 8. desember, alls 9 vikur.

Allar nánari upplýsingar má finna hér