Fréttir

Opið fyrir skráningar á Vorráðstefnu í apríl

Opið fyrir skráningar á Vorráðstefnu í apríl

Árleg Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður haldin 29. - 30. apríl næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Börn með fatlanir - Viðhorf og valdefling. Búið er að opna fyrir snemmskráningu.
Lesa meira
Námskeið um kynheilbrigði og kynfræðslu út frá sjónarhóli fatlaðs fólks

Námskeið um kynheilbrigði og kynfræðslu út frá sjónarhóli fatlaðs fólks

Greiningar- og ráðgjafarstöð vekur athygli á nýju námskeiði, Kynheilbrigði I sem haldið verður þann 1. mars næstkomandi. Fjallað er um kynheilbrigði og kynfræðslu út frá sjónarhóli fatlaðs fólks, af hverju þessi fræðsla er mikilvæg og hvaða þáttum ber að huga að í námsumhverfinu.
Lesa meira
Félagsráðgjafi til afleysinga óskast - framlengdur umsóknarfrestur

Félagsráðgjafi til afleysinga óskast - framlengdur umsóknarfrestur

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf félagsráðgjafa á Yngri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við ung börn og þau börn sem eru á leikskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Um er að ræða afleysingarstarf til eins árs með möguleika á framlengingu.
Lesa meira
Ráðstefna BUGL 2021 um einhverfu

Ráðstefna BUGL 2021 um einhverfu

Hin árlega BUGL-ráðstefna Landspítala var haldin föstudaginn 29. janúar í opinni útsendingu á samfélagsmiðlum Landspítala og er ráðstefnan aðgengileg eftir á, á Facebook síðu spítalans. Yfirskrift ráðstefnunnar var "Ég má vera öðruvísi: Margbreytileiki einhverfurófsins". Fjallað verður um einhverfu frá ýmsum sjónarhornum.
Lesa meira
Myndbönd um réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna

Myndbönd um réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna

Landssamtökin Þroskahjálp hafa gefið út þrjú myndbönd á fimm tungumálum um réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna. Myndböndin eru liður í aukinni þjónustu samtakanna við fatlað fólk af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra með styrk frá Þróunarssjóði innflytjendamála.
Lesa meira
Tjáskiptatölva í gjöf frá Öryggismiðstöð Íslands

Tjáskiptatölva í gjöf frá Öryggismiðstöð Íslands

Greiningar- og ráðgjafarstöð (GRR) barst á dögunum góð gjöf frá Öryggismiðstöð Íslands en það var fyrrverandi starfsmaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar og núverandi starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar, Hrönn Birgisdóttir iðjuþjálfi, sem kom færandi hendi og gaf stofnuninni Tobii Dynavox Indi tjáskiptatölvu með íslenskum talgervli
Lesa meira
Nýtt námskeið um kvíða barna á einhverfurófi

Nýtt námskeið um kvíða barna á einhverfurófi

Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur hleypt nýju námskeiði af stokkunum, Kvíði barna á einhverfurófi - fræðslunámskeið fyrir foreldra. Námskeiðið var haldið í fyrsta sinn í nóvember sl. og verður haldið aftur nú í febrúar. Um er að ræða hagnýtt fræðslunámskeið um kvíða þar sem farið er yfir helstu einkenni kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi.
Lesa meira
Stöðugreining gefin út á samnorræna verkefninu Fyrstu 1000 dagar barnsins

Stöðugreining gefin út á samnorræna verkefninu Fyrstu 1000 dagar barnsins

Búið er að gefa út stöðugreiningu á verkefninu Fyrstu 1000 dagar barnsins á Norðurlöndum en árið 2019 var upphafsár verkefnisins sem er samnorrænt. Verkefnið beinist að því að skoða hvernig unnið er að því á Norðurlöndunum að efla vellíðan og geðheilsu á fyrstu æviárum barna og hvaða aðferðum er beitt til að finna og bregðast snemma við áhættuþáttum í lífum þeirra og foreldra þeirra.
Lesa meira
Afgreiðsla GRR lokuð frá 23. des til 4. jan. Gleðileg jól!

Afgreiðsla GRR lokuð frá 23. des til 4. jan. Gleðileg jól!

Starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar óskar vinum, samstarfsfólki og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum góð samskipti og samvinnu á liðnu ári. Athugið að afgreiðsla stöðvarinnar er lokuð frá 23. des. til 4. janúar þó það sé starfsemi í húsinu.
Lesa meira
Hægt er að skrá sig á námskeið vorannar 2021

Hægt er að skrá sig á námskeið vorannar 2021

Námskeið vorannar GRR eru komin á vef stöðvarinnar. Fræðsla á sviði fatlana og þroskaraskana og útgáfu fræðsluefnis er eitt af hlutverkum stofnunnarinnar skv. lögum um um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Lesa meira

Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Digranesvegur 5 | 200 Kópavogur
Sími 510 8400 | Kennitala: 570380-0449

Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00

 

Staðsetning

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði