Fréttir

Laus sæti á námskeiðið Kvíði barna á einhverfurófi

Ráðgjafar- og greiningarstöð vekur á athygli á lausum sætum á námskeiðið Kvíði barna á einhverfurófi sem haldið verður 18. og 25. október næstkomandi frá kl. 12.30 – til 15.30 báða dagana. Námskeiðið er nýtt hagnýtt fræðslunámskeið um kvíða þar sem farið er yfir helstu einkenni kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi.

Starfsemi RGR liggur að mestu niðri 26. - 30. september vegna fræðsluferðar starfsfólks

Starfsemi Ráðgjafar- og greiningarstöðvar liggur að stórum hluta niðri vikuna 26. - 30. september vegna fræðsluferðar starfsfólks. Svarað verður í síma 510 8400 og hægt er senda fyrirspurnir á netfangið rgr@rgr.is,

Málþing um börn með þroskaröskun af erlendum uppruna á Norðurlöndunum

Þriðjudaginn 27. september næstkomandi stendur Ráðgjafar- og greiningarstöð, í samstarfi við Norrænu menningargáttina og Norrænu velferðarmiðstöðina, fyrir málþingi í Helsinki, Finnlandi sem ber heitið Jöfn tækifæri fyrir börn með þroskaröskun af erlendum uppruna á Norðurlöndum. Á málþinginu deila sérfræðingar frá Norður- og Eystrasaltslöndum þekkingu og reynslu í þessum málum. Meðal annars verður fjallað um hvað má læra af Covid-19 faraldrinum, samþættingu þjónustu og reynslu úr skólakerfinu.

Nýtt námskeið fyrir kennara og annað starfsfólk grunn- og framhaldsskóla

Ráðgjafar- og greiningarstöð vekur athygli á nýju námskeiði sem hentar kennurum sem og öðru skólafólki s.s. námsráðgjöfum, leiðbeinendum, stuðningsfulltrúum og öðru starfsfólki grunn- og framhaldsskóla sem sinnir nemendum með frávik í taugaþroska og vilja auka við þekkingu sína. Námskeiðið, sem kennt verður þann 5. október frá kl. 9.00 - 15.00, er nýtt en byggir á eldra námskeiði sem hét Ráðagóðir kennarar og mörg kannast við. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki og kynnist hagnýtum aðferðum til að auka færni og æskilega hegðun í skólanum og að þátttakendur fái aukið sjálfstraust til að takast á við áskoranir sem tengjast nemendum með flóknar þarfir.

Rafrænt fræðsluefni á þremur tungumálum á vef RGR

Þrjú myndbönd sem kynnt voru á vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (RGR) í maí sl. eru nú aðgengileg á vef stofnunarinnar sem og annað efni, bæði upptökur og glærur, sem kynnt voru á ráðstefnunni í vor.

Ráðgjafar og greiningarstöð er lokuð 29. ágúst og 30. ágúst vegna flutninga

Ráðgjafar- og greiningarstöð er lokuð í dag mánudaginn 29. ágúst og á morgun þriðjudaginn 30. ágúst vegna flutninga stofnunarinnar að Dalshrauni 1 B í Hafnarfirði. Opnað verður fyrir símsvörun að nýju miðvikudaginn 31. ágúst kl. 8:30 - en búast má við skertri starfsemi að öðru leyti út vikuna. Ef erindið er áríðandi má senda tölvupóst á netfangið rgr@rgr.is.

Fræðsludagskrá haustannar RGR liggur fyrir

Fræðsludagskrá haustannar Ráðgjafar- og greiningarstöðvar liggur nú fyrir. Sem fyrr verður boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða sem henta bæði fólki sem starfa með fötluðum börnum og börnum með þroskaraskanir sem og foreldrum og öðrum aðstandendum. Námskeiðið Einhverfurófið - grunnnámskeið, sem er eitt vinsælasta námskeið RGR, verður haldið alls þrisvar sinnum, þar af einu sinni í fjarkennslu.

Ráðgjafar- og greiningarstöð flytur starfsemi sína

Starfsfólk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar undirbýr nú flutning stofnunarinnar af miklu kappi en ný heimkynni verða að Dalshrauni 1 í Hafnarfirði. Áætlað er að í ágústmánuði verður tekið á móti börnum, fjölskyldum þeirra og öðrum gestum á Digranesvegi 5 en í september í nýju húsnæði. Nánari dagsetningar og aðrar upplýsingar verða tilkynntar síðar.

Ráðgjafar- og greiningarstöð lokar vegna sumarleyfa frá 4. - 29. júlí 2022

Ráðgjafar- og greinngarstöð verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks frá 4. - 29. júlí 2022. Stofnunin opnar að nýju eftir sumarleyfi þriðjudaginn 2. ágúst.

Ný evrópsk rannsókn um þjónustuferli ungra einhverfra barna

Nýlega birtist grein í tímaritinu Autism sem nefnist: Determinants of satisfaction with the detection process of autism in Europe: Results from the ASDEU study. Tveir starfsmenn Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, þau Evald Sæmundsen rannsóknarstjóri og Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur, eru meðhöfundar, en greinin er einn afrakstur áralangs Evrópusamstarfs, Autism Spectrum Disorders in the European Union (ASDEU).