Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt
Flýtilyklar
Fréttir
Greiningar- og ráðgjafarstöð er lokuð fram að 3. ágúst
19.07.2021
Greiningar- og ráðgjafarstöð er lokuð frá 5.júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Stöðin opnar aftur kl. 10.00 þann 3. ágúst næstkomandi, sem er þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi.
Lesa meira
Ný skýrsla á vegum starfshóps Karin Dom í Búlgaríu
24.06.2021
Nýlega kom út skýrsla á vegum starfshóps Karin Dom í Búlgaríu um um samstarfsverkefni Karin Dom stofnunarinnar og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar en verkefnið hófst með formlegum hætti í janúar 2020. Karin Dom er sjálfseignarstofnun í borginni Varna sem þjónar fötluðum börnum og aðstandendum þeirra með sérstaka áherslu á menntun án aðgreiningar.
Lesa meira
Ný grein sem byggir á skimunarrannsókn um einhverfu
23.06.2021
Tveir sérfræðingar um einhverfu sem starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð, þau Sigríður Lóa Jónsdóttir og Evald Sæmundsen, birtu nýlega grein í Journal of Autism and Developmental Disorders sem byggir á skimunarrannsókn þeirra. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Sigríðar Lóu sem ber heitir Að bera kennsl á einhverfu snemma en greinin ber heitið; Validation of the Modified Checklist for Autism in Toddlers, Revised with Follow‑up in a Population Sample of 30‑Month‑Old Children in Iceland: A Prospective Approach.
Lesa meira
Nýtt systkinasmiðjunámskeið í ágúst
21.06.2021
Nýtt námskeið á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar; Systkinasmiðjan, verður haldið um næstu helgi. Ljóst er að mikil þörf er á námskeiði af þessu tagi því það fylltist nánast samdægurs og því hefur verið bætt við nýju námskeiði 21. - 22. ágúst nk.
Lesa meira
Talmeinafræðingur óskast
21.06.2021
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf talmeinafræðings á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra.
Lesa meira
Ráðgjafar- og greiningarstöð verður til!
15.06.2021
Starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöð fagnaði því í gær í að Alþingi samþykkti nýlega endurskoðuð lög um stofnunina sem taka gildi 1. janúar 2022. Við þau tímamót breytist nafni hennar í Ráðgjafar- og greiningarstöð og þar með meira lagt upp úr ráðgjafarhlutverki stofnunarinnar en einnig er skerpt á tilgangi hennar.
Lesa meira
Systkinasmiðjan á Greiningar- og ráðgjafarstöð
01.06.2021
Nýtt námskeið á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar, Systkinasmiðjan verður haldið helgina 26. og 27. júní nk. Systkinasmiðjan á Greiningar og ráðgjafarstöð er fyrir krakka á aldrinum 8 - 14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með fötlun.
Lesa meira
Ráðgjafi óskast!
26.05.2021
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra.
Lesa meira
Ægir Þór leitar barna á landsbyggðinni sem hann vill kynnast!
10.05.2021
Hulda Björk Svansdóttir er móðir Ægis Þórs sem er níu ára drengur með Duchenne vöðvarýrnum. Hulda Björk og Ægir Þór hafa verið óþreytandi við að vinna að aukinni vitund um sjúkdóminn og aðra sjaldgæfa sjúkdóma. Þau leita nú að krökkum og aðstandendum þeirra á landbyggðinni sem væru tilbúin að taka þátt í skemmtilegu verkefni í súmar.
Lesa meira
Vorráðstefna GRR 2022 verður 12. og 13. maí
07.05.2021
Vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar lauk föstudaginn 30. apríl síðastliðinn en hún var alfarið haldin í streymi þetta árið. Í fyrra tókst að bjóða 100 manns í sal miðað við þáverandi samkomutakmarkanir en aðrir tóku þátt í streymi. Að ári er vonast til að öll sem hafa áhuga á að mæta á staðinn og hitta nýja og gamla kollega geti mætt og tekið þátt staðbundið á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Tekið skal fram að ráðstefnan að ári verður þó lika haldin í streymi, enda er það verklag sem er komið til að vera fyrir þau sem eiga ekki heimangengt.
Lesa meira