Fréttir

Enn eru laus sæti á Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Enn eru laus sæti á Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (RGR) en skráningar hafa gengið vonum framar. Þau sem skrá sig í dag og á morgun, 10. og 11. maí fara á biðlista en komast þó að. Haft verður samband við alla skráða þátttakendur á biðlista. Sem fyrr verður fjallað um mörg ólík málefni sem snúa að fötluðum börnum og börnum með þroskaraskanir og því má fagfólk, sem og aðstandendur og háskólanemar í fræðunum, búast við upplýsandi dagskrá þann eina og hálfa dag sem ráðstefnan stendur.

Það styttist í Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar!

Það styttist í Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar en ráðstefnan verður haldin á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík þann 12. og 13. maí nk. Skráningar ganga vel og stefnir í metmætingu eftir fundabann faraldursins. Vonast aðstandendur ráðstefnunnar og fyrirlesarar til þess að fagfólk, sem sinnir fræðslu og umönnun barna með þroskaröskun og/eða fötlun, sem og aðstandendur og háskólanemar í fræðunum, muni hittast, fræðast og gleðjast saman á ráðstefnunni. Boðið verður upp á streymi fyrir þau sem ekki eiga heimangengt.

Læknir óskast til starfa

Ráðgjafar- og greiningarstöð leitar að öflugum lækni til starfa sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar. Barnalæknar auk unglækna sem eru í sérfræðinámi í barnalækningum eða á leið í slíkt nám eru sérstaklega hvattir til að sækja um.

Laus sæti á námskeiðið Skráning og þjálfun

Það eru laus sæti á námskeiðið Skráning og þjálfun nk. mánudag 2. maí frá kl. 9.00 - 13.00. Námskeiðið er hagnýtt námskeið og framhald af námskeiðinu Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik og því einungis fyrir fólk sem hefur setið það námskeið. Farið er yfir helstu hugtök og aðferðir sem notaðar eru í aðgreindum kennsluæfingum í atferlisíhlutun. Þátttakendur læra að nota villulaust nám í aðgreindum kennsluæfingum, skrá upplýsingar og taka saman skráningar. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum og myndböndum ásamt verklegum æfingum í að nota aðgreindar kennsluæfingar í vinnu með börnum með þroskarfávik.

Hugmyndafundur ungs fatlað fólks 29. apríl

Málefnahópur ÖBÍ um málefni barna stendur fyrir hugmyndafundi ungs fólks þann 29. apríl. Viðburðurinn ber heitið Okkar líf - okkar sýn, en tilgangur fundarins er að hlusta á raddir fatlaðra ungmenna, systkina þeirra og ungmenna sem eiga fatlaða foreldra. Afar mikilvægt er að gefa þessum hópi tækifæri til þess að segja frá sinni upplifun og hugmyndum. Málefnahópurinn mun í framhaldi koma hugmyndum ungmennanna á framfæri við stjórnvöld. Umræðuefnið að þessu sinni verður, skólakerfið, íþróttir og tómstundir, aðgengi, samfélag og þátttaka og

Sálfræðingar – framlengdur umsóknarfrestur

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laus til umsóknar tvö störf sálfræðinga á Yngri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við ung börn og börn á leikskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Leitað er að einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar.

Laus sæti á námskeiðið AEPS færnimiðað matskerfi í fjarkennslu

Ráðgjafar- og greiningarstöð vekur athygli á að það eru laus sæti á námskeiði: AEPS, færnimiðað matskerfi sem að þessu sinni er haldið í fjarkennslu þann 27. og 28. apríl nk. og hentar því vel fólki af landsbyggðinni og fólki sem ekki á heimangengt. AEPS-matskerfið (Assessment, Evaluation, Programming System for Infants and Children) er hagnýtt tæki sem nýtist við gerð einstaklingsnámskrár. Lögð er áhersla á samstarf foreldra og fagfólks við gerð markmiða og sérstakur matslisti fyrir foreldra fylgir.

Sálfræðinga vantar á Yngri barna svið

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laus til umsóknar tvö störf sálfræðinga á Yngri barna sviði.

Dagskrá vorráðstefnu RGR 2022 liggur fyrir

Dagskrá vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar liggur nú fyrir en ráðstefnan verður haldin 12. - 13. maí 2022. Ráðstefnan stendur yfir í einn og hálfan dag og lýkur á hádegi föstudaginn 13. maí. Yfirskrift hennar að þessu sinni er: Börn með fatlanir - Virkni og velferð. Aðstandendur ráðstefnunnar vonast til að fagfólk, sem sinnir fræðslu og umönnun barna með þroskaröskun og/eða fötlun, sem og aðstandendur muni hittast, fræðast og gleðjast saman á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík í vor.

Við leitum að sálfræðingi!

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra.