Vorráðstefna RGR - myndir

Vel heppnaðri Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, sem haldin var á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavik, lauk fyrir síðustu helgi. Um 450 manns voru skráð til leiks, þar af tóku um 100 manns um allt land þátt í streymi. Á ráðstefnunni var fjallað um virkni og velferð barna með fatlanir. Íþróttastarf fyrir fötluð börn var kynnt og foreldrar og ungmenni sögðu frá sinni reynslu. M.a. var sagt frá dansferli Agötu Jack sem hlotið hefur verðlaun fyrir dans á heimsleikum Special Olympics  og sýndi hún þátttakendum á ráðstefnunni glæsilegan dans. Afreks- og fimleikamaðurinn Magnús Orri Arnarsson sagði frá sínum ferli í tali og myndum. Dr. Erla Björnsdóttir fjallaði um mikilvægi svefns og svefnraskanir og Herdís I. Svandóttir kynnir atferlisíhlutun við svefnvanda. Einnig fjallaði Tryggvi Helgason barnalæknir um áskoranir tengdar ofþyngd og hreyfingarleysi og Sigrún Þorsteinsdóttir kynnti doktorsverkefni sitt um bragðlaukaþjálfun sem meðferð við matvendni. Margt fleira var rætt og kynnt enda viðfangsefnið umfangsmikið og snertir mörg, einkum fagfólk sem starfar með fötluðum börnum og aðstandendur þeirra. 

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af ráðstefnunni.