Vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er sett!

Setning Vorráðstefnu RGR 2022
Setning Vorráðstefnu RGR 2022

Fyrsta vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, sem byggir á áratuga gamalli hefð Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, var sett í morgun 12. maí og stendur til hádegis á morgun 13. maí. Metfjöldi þátttakenda hefur skráð sig og eflaust mörg spennt að mæta á ráðstefnu eftir Covid faraldurinn, enda er maður manns gaman. Um það bil 450 hafa skráð sig til leiks en ekki komast allir af bæ og því taka um 100 manns þátt í streymi. Erindum ráðstefnunnar verður deilt á vef RGR í ágúst eða þar um bil eins og venjan hefur verið með fyrirlestra af fyrri ráðstefnum Greiningar- og ráðstefnunnar. 

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér.