Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt
Flýtilyklar
Vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar hefst í dag, 11. maí
10.05.2023
Vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (RGR) hefst í dag, fimmtudaginn 11. maí og stendur fram á föstudag, 12. maí. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega að vori á undanförnum áratugum og er þetta í 38. skiptið sem hún er haldin. RGR heldur úti öflugu fræðslustarfi og námskeiðsdagskrá á vor- og haustönn á hverju ári en óhætt er að segja að metnaðarfull dagskrá ráðstefnunnar, þar sem málefni fatlaðra barna og barna með þroskafrávik hafa verið í brennidepli, sé kóróna fræðslustarfsins.
Ráðstefnan, sem er bæði staðbundin og send út í streymi, er opin öllum og hægt er að skrá sig til leiks allt þar til dagskráin hefst.