Vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar hefst í dag, 11. maí

Vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (RGR) hefst í dag, fimmtudaginn 11. maí og stendur fram á föstudag, 12. maí. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega að vori á undanförnum áratugum og er þetta í 38. skiptið sem hún er haldin. RGR heldur úti öflugu fræðslustarfi og námskeiðsdagskrá á vor- og haustönn á hverju ári en óhætt er að segja að metnaðarfull dagskrá ráðstefnunnar, þar sem málefni fatlaðra barna og barna með þroskafrávik hafa verið í brennidepli, sé  kóróna fræðslustarfsins.

 Ráðstefnan, sem er bæði staðbundin og send út í streymi, er opin öllum og hægt er að skrá sig til leiks allt þar til dagskráin hefst.

Hér má skoða dagskrá ráðstefnunnar

og hér má skrá sig á síðustu metrunum. 


Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði