Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar afar vel sótt

Dr. Evald Sæmundsen fjallaði um einhverfurófið
Dr. Evald Sæmundsen fjallaði um einhverfurófið

Vorráðstefnan í ár var sú 33. í röðinni og fullt út úr dyrum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði ráðstefnugesti og lagði meðal annars áherslu á það að fjölbreytni og frelsi væru undirstaða öflugs samfélags.

Einkunnarorð ráðstefnunnar voru „Mátturinn í margbreytileikanum“ og viðfangsefnið einhverfa og skyldar raskanir - þekking og leiðir í þjónustu við börn og ungmenni. Dagskráin var fjölbreytt og féll í góðan jarðveg hjá þátttakendum þar sem mismunandi sjónarhorn voru til umfjöllunar og var ekki síst mikilvægt að heyra raddir einhverfs fólks og aðstandenda á þessum vettvangi.

Forseti Íslands ásamt aðstandendum ráðstefnunnar

Á næstu vikum verða glærur og upptökur frá ráðstefnunni aðgengilegar hér á heimasíðu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar. Þátttakendur fá tilkynningu í tölvupósti hvað þetta varðar.

Að lokum þökkum við öllum kærlega fyrir komuna og samveruna. Fyrirlesarar fá sérstakar þakkir fyrir einstaklega áhugaverð og vönduð erindi.

Sjáumst að ári!

f.h. undirbúningsnefndar
Unnur Árnadóttir og Þóra Leósdóttir