Útvarpsviðtal við sálfræðing Greiningar- og ráðgjafarstöðvar um niðurstöður einhverfurannsóknar

Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur
Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur

Útvarpsmaðurinn Leifur Hauksson spjallaði nýlega við sálfræðinginn og einhverfusérfræðinginn Sigríði Lóu Jónsdóttur sem jafnframt er starfsmaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar í þættinum Samfélagið í nærmynd um niðurstöður viðamikillar Evrópurannsóknar um einhverfu í ungum börnum. Niðurstöðurnar birtust í ritrýndri grein sem heitir Early Detection, Diagnosis and Intervention Services for Young Children with Autism Spectrum Disorder in the European Union og birtist í tímaritinu Journal of Autism and Developmental Disorders. Meginniðurstöður rannsóknar voru m.a. að 60% svarenda lýstu yfir ánægju með þjónustuna í þátttökulöndunum en fagfólk reyndist töluvert ánægðara en foreldrar. Önnur niðurstaða sem var afgerandi, var að það hefur veruleg áhrif á viðhorf foreldra að því yngra sem barn greindist, því fyrr sem íhlutun hófst og því virkari þátt sem foreldrar tóku í þjónustuferlinu allt frá því áhyggjur vöknuðu, því ánægðari voru foreldrarnir.

Í viðtalinu segir Sigríður nánar frá rannsókninni og aðstæðum einhverfra barna í einkar áhugaverðu spjalli. Smelltu hér til að hlusta, viðtalið hefst þegar um það bil 2,40 mínútur eru liðnar af þættinum (fyrsta viðtal þáttarins).