Umboðsmaður Alþingis minnir stjórnvöld á skyldur þeirra

Frétt frá Landssamtökunum Þroskahjálp
Frétt frá Landssamtökunum Þroskahjálp

Umboðsmaður Alþingis minnir stjórnvöld á skyldur þeirra samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta kemur fram á vefsíðu Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Þetta álit umboðsmanns er mjög ítarlegt og vel rökstutt. Það hefur ekki aðeins þýðingu hvað varðar rétt fatlaðs fólks til ferðaþjónustu. Álitið varðar túlkun og framkvæmd allra ákvæða laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks. Í álitinu leggur umboðsmaður sérstaka áherslu á skyldur stjórnvalda til að taka mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en Ísland fullgilti þennan mikilvæga mannréttindasamning árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja ákvæðum hans.

Hér má sjá fréttina í heild sinni