Tímamót í velferðarþjónustu: Sjálfstæði - nýsköpun - samvinna

Tímamót í velferðarþjónustu - ráðstefna
Tímamót í velferðarþjónustu - ráðstefna

Dagana 7. og 8. nóvember næst komandi mun Velferðarráðuneytið í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, halda ráðstefnu og málstofur dagana á Hótel Hilton undir yfirskriftinni „Tímamót í velferðarþjónustu“.

Þar verður reynt að varpa ljósi á vegferðina sem fram undan er og hvað við þurfum að gera til þess að hún verði farsæl. Fjöldi fólks sem þarf aðstoð og þjónustu vex hröðum skrefum og kröfur um gæði og einstaklingsmiðaða þjónustu aukast. Um þetta verður fjallað, ræddar lykilspurningar sem þetta varða og sjónum beint að tækifærum sem framundan eru.

Ráðstefnan sem og málstofurnar eru öllum opnar og aðgangur ókeypis. Nauðsynlegt er að skrá sig.

Allar nánari upplýsingar hér