Stöðugreining gefin út á samnorræna verkefninu Fyrstu 1000 dagar barnsins

Búið er að gefa út stöðugreiningu á verkefninu Fyrstu 1000 dagar barnsins á Norðurlöndum en árið 2019 var upphafsár verkefnisins sem er samnorrænt. Sjá hér. 
Félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra tóku frumkvæði að verkefninu, í tilefni formennskuárs Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2019. Verkefnið beinist að því að skoða hvernig unnið er að því á Norðurlöndunum að efla vellíðan og geðheilsu á fyrstu æviárum barna og hvaða aðferðum er beitt til að finna og bregðast snemma við áhættuþáttum í lífum þeirra og foreldra þeirra. Nú er fyrsti hluti verkefnisins, stöðugreining, gefin út þar sem kortlagt er hvernig löndin standa að því að bæta vellíðan barna.

Næsta skref í verkefninu er að yfirfara úrræðin sem nýtt eru innan Norðurlandanna á meðgöngu og fyrstu æviárunum til að efla tengsl foreldra og ungra barna, finna áhættuþætti o.fl. og skoða hversu vel þau eru studd rannsóknum, gagnreyndum aðferðum og vísindalegum grunni. Von er á þeirri matsskýrslu á næsta ári. Henni er ætlað nýtast við mótun stefnu og uppbyggingu þjónustu á þessu sviði.

Sjá meira á vef félagsmálaráðuneytisins. 


Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Digranesvegur 5 | 200 Kópavogur
Sími 510 8400 | Kennitala: 570380-0449

Skiptiborð er opið virka daga: 
frá kl. 8.30-12.00 og 13.00-15.00
Afgreiðslan er opin mán. - fim. kl. 8.30-12.00 og 13.00-16.00
Föstudaga lokar kl. 15.00

 

Staðsetning

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði