Starfsfólk RGR styður söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu

Starfsfólk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar hefur lagt inn 165.000 krónur á söfnunarreikning Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu en það var starfsmannafélag RGR sem stóð að söfnunni meðal starfsfólksins. Á vef Þroskahjálpar segir að fatlað fólk sé sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og staðan í Úkraínu er grafalvarleg. Fatlað fólk getur illa flúið, orðið sér út um nauðsynjar og er í mikilli hættu á að verða fyrir ofbeldi.

Hreyfingar fatlaðs fólks víða um veröld standa nú fyrir söfnun til þess að styðja við fatlað fólk í Úkraínu og hvetur starfsmannafélag Ráðgjafar- og greiningastöðvar almenning og starfsmannafélög til að styðja við söfnun Þroskahjálpar í Úkraínu. Reikningsupplýsingar söfnunarinnar eru (kt) 521176-0409  og 526-26-5281.