Skipulögð kennsla á vorönn - opið fyrir skráningu

Námskeið í skipulagðri kennslu
Námskeið í skipulagðri kennslu

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á námskeiðið Skipulögð kennsla sem haldið verður 25. - 27. mars næstkomandi.

Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði TEACCH (Treatment and Education of Autistic and related Communication handicapped Children).
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái innsýn í hugmyndafræði TEACCH, læri grunnatriði skipulagðrar kennslu og vinnubragða og geti tekið þátt í uppbyggingu og notkun skipulagsins í skóla, á vinnustað eða heimili einstaklings með einhverfu.
Námskeiðið er ætlað aðstandendum og fagfólki sem starfar með börnum og ungmennum með einhverfu, í skólum (leik-, grunn- og framhaldsskólum), á sambýlum eða hvar sem einhverfir einstaklingar búa og starfa.

Allar nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar.