Ráðstefna um geðheilbrigði barna 28. mars 2019

Norræn ráðstefna um geðheilbrigði barna verður haldin á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 28. mars næstkomandi. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Íslands sem leiðir samstarf á vettvangi Norrænu ráherranefndarinnar á þessu ári og er viðfangsefnið geðrækt, forvarnir og snemmtæk íhlutun. Kastljósinu verður beint að því hvernig betur megi nýta skólakerfið til að efla geðheilbrigði barna og mikil áhersla er lögð á þátttöku ungmenna í ráðstefnunni.

Allir fyrirlestrar verða á ensku og enski titill ráðstefnunnar er Emotional wellbeing of children: School as the venue for mental health promotion and early intervention. 

Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allir velkomnir en mikilvægt að skrá þátttöku á vefsíðunni www.summit2019.is

Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 Reykjavík.
Tími: 9:00-16:20
Dagsetning: 28. mars 2019