Ráðgjafi óskast til starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð!

Ráðgjafi óskast til starfa
Ráðgjafi óskast til starfa

Ráðgjafi óskast til starfa á fagsviði yngri barna á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Starfið felur í sér ráðgjöf og eftirfylgd til fjölskyldna og fagfólks vegna 0-6 ára barna með alvarleg þroskafrávik. Einnig vinnu í þverfaglegu teymi og þátttöku í fræðslu og rannsóknarstarfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• BCBA-vottun er æskileg
• Reynsla af snemmtækri atferlisíhlutun
• Hæfni í mannlegum samskiptum og til þátttöku í þverfaglegu samstarfi

Um er að ræða 80% starfshlutfall og gott að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við ríkissjóð. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5, 200 Kópavogi, eða í tölvupósti á helgak@greining.is fyrir 5. febrúar 2018.

Öllum umsóknum verður svarað. Vegna kynjasamsetningar á vinnustaðnum eru karlmenn hvattir til að sækja um.

Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Upplýsingar um starfið veitir Helga Kristinsdóttir sviðstjóri í síma 5108400 eða á netfang: helgak@greining.is. Meginhlutverk Greiningarstöðvar er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar síðar á ævinni, fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að draga úr afleiðingum röskunarinnar, svo og sinna langtímaeftirfylgd með einstaklingum sem búa við óvenjuflóknar eða sjaldgæfar þroskaraskanir. Jafnframt að afla og miðla fræðilegri þekkingu á sviði fötlunar svo og þróun, rannsóknir og dreifing á aðferðum og gögnum til greiningar á fötlunum og þroskaröskunum og mismunandi meðferðaraðferðum.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er framsækin stofnun með fjölskylduvæna starfsmannastefnu sem býður m.a. upp á sveigjanlegan vinnutíma. Nýir starfsmenn fá handleiðslu og starfsþjálfun á aðlögunartíma og er lögð áhersla á þróun í starfi og tækifæri til sí- og endurmenntunar.

Starfið er auglýst á Starfatorgi