Menntakvika: Orðræða um fatlað fólk mótar viðhorf

Menntakvika 2017
Menntakvika 2017

Menntakvikan verður haldin þann 6. október en hún er árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í menntavísindum og tengdum sviðum. Meðal erinda er kynning á rannsókn Guðrúnar V. Stefánsdóttur, prófessors í fötlunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands á orðræðu í frétta- og vefmiðlum í kjölfar birtingar skýrslu um Kópavogshælið. Guðrún nefnir að ófatlað fólk hafi í gegnum tíðina haft valdið yfir orðræðu um fatlað fólk og með því haft mikil áhrif á viðhorf í garð fólksins. Þetta hafi þó breyst á undanförnum áratugum, ekki síst fyrir tilstilli fatlaðra aðgerðasinna og baráttufólks.

Kynningu á erindi Guðrúnar má sjá hér

Dagskrá Menntakviku í heild sinni má finna hér