Opið málþing 27. febrúar - Dagur sjaldgæfra sjúkdóma

Alþjóðlegur dagur um sjaldgæfa sjúkdóma verður haldinn 28. febrúar. Í ár ber þann dag  upp á  laugardag og því er fyrirhuguð dagskrá föstudaginn 27. febrúar. Félagið Einstök börn og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins boða til málþings í tilefni dagsins á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13 - 15. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis, skráning hér fyrir neðan.

Erindi flytja:

Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður Einstakra barna og foreldri

Sólveig Sigurðardóttir, barnalæknir á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Reynir Arngrímsson, dósent í klíniskri erfðafræði við HÍ

Ingólfur Einarsson, barnalæknir á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Friðrik Friðriksson, lögfræðingur og foreldri

Skrá mig á málþing