Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD og munu ADHD samtökin standa fyrir fjölbreyttum viðburðum til að vekja athygli á málefnum fólks með ADHD. Gera má ráð fyrir að hátt í 20.000 Íslendingar séu með ADHD - greint eða ógreint, börn og fullorðnir.

Til að vekja athygli á ástandinu og auka þekkingu og skilning á mikilvægi greininga, meðferðar og lyfja vegna ADHD hafa ADHD samtökin unnið nokkur kynningarmyndbönd og tekið saman upplýsingar um verndandi áhrif greininga, meðferðar og lyfja fyrir fólk með ADHD og samfélagið í heild.

Sjá nánari upplýsingar hér