Nýtt systkinasmiðjunámskeið í ágúst

Nýtt námskeið á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar; Systkinasmiðjan, verður haldið um næstu helgi. Námskeiðið byggir á gömlum grunni um þjónustu við systkini barna með þroskaröskun og/eða fötlun en það er þó nýtt að námskeið þetta sé hluti af námskeiðadagskrá Greiningar- og ráðgjafarstöðvar. Ljóst er að mikil þörf er á námskeiði af þessu tagi því það fylltist nánast samdægurs og því hefur verið bætt við nýju námskeiði 21. - 22. ágúst nk. 

Systkinasmiðjan á Greiningar og ráðgjafarstöð er fyrir krakka á aldrinum 8 - 14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með fötlun. 

Leyst verða ýmis verkefni, rætt um stöðu systkina innan fjölskyldunnar, skólans og meðal vina. Rætt verður um hvernig leyst er úr erfiðleikum sem verða á vegi systkina og margt fleira

Hér má skrá börn til þátttöku. Athugið að skrá nöfn barnanna og en kt. foreldra sem greiðanda og í athugasemd.