Nýtt og vottað PEERS félagsfærninámskeið í haust

Endurmenntun HÍ  býður upp á vottað PEERS félagsfærninámskeið í haust, sem ber heitið „Skóla-PEERS námskeið fyrir leiðbeinendur og annað fagfólk (e. PEERS® for Adolescents Certified School-Based Training Seminar).

PEERS er skammstöfun fyrir Program for the Education and Enrichment of Relational Skills og er um að ræða þriggja daga námskeið fyrir kennara og annað fagfólk í grunn- og framhaldsskólum. Þátttakendur öðlast réttindi til að halda námskeið í félagsfærni fyrir börn og unglinga með til dæmis ADHD, einhverfu, kvíða, þunglyndi og aðra félagslega erfiðleika. PEERS námskeið í félagsfærni telst gagnreynt fyrir unglinga með einhverfu og ADHD. Við vekjum athygli á að snemmskráning tryggir sæti á betra verði, en henni lýkur 23. ágúst nk. 
 

Ítarlegri upplýsingar og skráning hér.