Nýtt kennsluefni um kynfræðslu

Ráðgjafar- og greiningarstöð hefur undanfarið eitt og hálft ár tekið þátt í Erasmusverkefni í samstarfi við þrjár aðrar Evrópuþjóðir; Rúmeníu, Grikkland og Belgíu  um gerð kynfræðsluefnis fyrir ungmenni með frávik í taugaþroska. Vinnan við gerð þessa efnis er á lokametrunum. Kennarar í sérdeild Fellaskóla og Klettaskóla munu forprófa kennsluefnið í september og október. Eftir að forprófun lýkur verður hægt að tengjast vefslóð kennsluefnisins í gegnum vefslóð Ráðgjafar- og greiningarstöðvar. Námsefnið verður verður endurgjaldslaust.