Nýtt kennimerki Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Ráðgjafar- og greiningarstöð kynnir hér nýtt kennimerki (lógó) stofnunarinnar en merkið var í hannað í kjölfar lagabreytinga um starfsemi hennar, sem endurspeglast m.a. í breyttum áherslum í starfseminni og í nýju nafni.

Hönnuður nýja kennimerkisins, Hany Hadaya, segir að hægt sé að sjá tvennt úr merkinu. Annars vegar blóm og hinsvegar manneskju í mörgum litum sem sýna gleði. Litirnir tákna lífsgleði, von og jákvætt viðmót Ráðgjafar- og greiningarstöðvar og formin tákna fjölbreytileika skjólstæðinganna. 

Ráðgjafar- og greiningarstöð er staður fyrir börn og fjölskyldur með ólíkar þarfir. Starfsemin er fjölbreytt og fagleg með sérfræðingum úr mörgum greinum sem vinna saman að því markmiði að auka lífsgæði og bæta framtíð fatlaðra barna og unglinga og fjölskyldna þeirra.