Ný skýrsla á vegum starfshóps Karin Dom í Búlgaríu

Nýlega kom út skýrsla á vegum starfshóps Karin Dom í Búlgaríu um um samstarfsverkefni Karin Dom stofnunarinnar og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar en verkefnið hófst með formlegum hætti í janúar 2020. Karin Dom er sjálfseignarstofnun í borginni Varna sem þjónar fötluðum börnum og aðstandendum þeirra með sérstaka áherslu á menntun án aðgreiningar. Verkefnið er fjármagnað af sjóði á vegum Evrópska efnahagssvæðisins sem styrkir verkefni í löndum í austurhluta Evrópu og heitir „Active Citizenship Funds Bulgaria, European Economic Area Financial Mechanism 2014-2021“.

Verkefnið felur í sér yfirfærslu á sérþekkingu til að þróa aðferðir og leiðbeiningar til að styðja opinberar stofnanir og félagsþjónustu í Búlgaríu. Markmiðið er að efla foreldra og aðra sem koma að málum barna til að skilja betur sérþarfir þeirra og að aðstoða við að byggja upp þjónustu varðandi snemmtæka íhlutun og menntun fyrir alla.

Hægt er að lesa sér til um verkefnið og ólíkar aðstæður og áskoranir fyrir aðstandendur barna með þroskaröskun og fötlun í löndunum báðum. Sjá skýrsluna hér.