Ný fræðigrein um aðgerðir í ung- og smábarnavernd í því skyni að finna einhverfu snemma

Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræðingur og einn fremsti einhverfusérfræðingur landsins, ásamt meðhöfundum birtir grein í septemberútgáfu tímaritsins Research in Autism Spectrum Disorders sem  byggir á samstarfsverkefni Greiningarstöðvar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og er jafnframt hluti af doktorsnámi hennar  við Háskóla Íslands. Greinin heitir: Implementing an early detection program for autism in primary healthcare: Screening, education of healthcare professionals, referrals for diagnostic evaluation, and early intervention.

Í greininni er áherslan á innleiðingu aðgerða (skimunar og fræðslu) í ung- og smábarnavernd sem ætlað er að stuðla að því að finna einhverfu fyrr en ella og greint er frá fyrstu niðurstöðum.

 Greinina má finna hér.