Námskeiðið Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik á haustönn

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðið Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik sem haldið verður 19. og 20. september næstkomandi.
Námskeiðið er ætlað aðstandendum og starfsfólki sem kemur að skipulagningu og framkvæmd heildstæðrar atferlisíhlutunar fyrir börn með þroskafrávik í leikskólum. 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki undirstöðuþætti heildstæðrar atferlisíhlutunar, þekki leiðir til að fyrirbyggja og minnka óæskilega hegðun barna með þroskafrávik og þekki til þeirrar reynslu af skipulagi og framkvæmd atferlisíhlutunar í leikskólum hér á landi.

Smellið hér fyrir skráningu og nánari upplýsingar um námskeiðið.