Námskeið um kynheilbrigði og kynfræðslu út frá sjónarhóli fatlaðs fólks

Greiningar- og ráðgjafarstöð vekur athygli á nýju námskeiði, Kynheilbrigði I sem haldið verður þann 1. mars næstkomandi. Fjallað er um kynheilbrigði og kynfræðslu út frá sjónarhóli fatlaðs fólks, af hverju þessi fræðsla er mikilvæg og hvaða þáttum ber að huga að í námsumhverfinu. Þá er einnig farið inn á atriði sem tengjast netnotkun ungmenna. Námskeiðið byggist aðallega á fyrirlestrum og umræðum. Athugið að námskeiðið er undanfari Vinnustofu – Kynheilbrigði II. Nánari upplýsingar á vefsíðu námskeiðsins á vef Greiningar- og ráðgjafarstöðvar. 

Nánari upplýsingar á vefsíðu námskeiðsins