Námskeið um einhverfurófið 9. janúar nk.

Fyrsta námskeið vorannar á nýju ári hefst þann 9. janúar nk. en þá verður kennt hið sívinsæla námskeið Einhverfurófið - grunnnámskeið en það er hugsað fyrir aðstandendurog starfsfólk sem sinnir umönnun, þjálfun og kennslu barna á einhverfurófi. Fjallað er um einhverfurófið, helstu einkenni einhverfu og birtingarform þeirra, greiningu, álag á fjölskylduna og samstarf foreldra og fagfólks.

Námskeiðið byggist aðallega á fyrirlestrum og umræðum, auk fræðslumyndbanda. Námskeiðið er hugsað sem fyrsta skrefið í fræðslu um einhverfu og grunnur að öðrum námskeiðum með afmarkaðari viðfangsefnum. 

Námskeiðið er kennt í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi í Breiðholti mánudaginn 9. janúar frá kl. 9.00 - 14.00. 

Nánari upplýsingar og skráning er hér á vef Ráðgjafar- og greiningarstöðvar.