Námskeið á vorönn 2019

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðið Kynheilbrigði: Hagnýtar kennsluaðferðir sem nýtast börnum og unglingum með þroskafrávik sem haldið verður 28. janúar 2019.

Á þessu námskeiði er meðal annars fjallað um kynverund og kynfræðslu út frá sjónarhóli fatlaðs fólks. Farið verður yfir hvers konar aðferðir sem og námsefni nýtist við þessa fræðslu og gerð einstaklingsáætlana út frá mismunandi þörfum nemenda.

Markmið námskeiðsins er að þátttkendur:

  • hafi yfirsýn yfir námsefni og verkefni sem geta nýst við kennslu um kynheilbrigði
  • öðlist færni til að velja verkefni í samræmi við þarfir, getu og skilning nemanda
  • geti miðlað þekkingu sinni til foreldra og samstarfsaðila 
  • geti leiðbeint samstarfsaðilum um þætti sem tengjast kynhegðun einstakra nemenda